Vélsmiðjan Teknís

Teknís ehf. byggir á gömlum grunni. Rekstur Vélsmiðju Sigurðar Jónssonar hf. hófst 1956 og byggði hún olíugeyma fyrir Olíufélagið hf (ESSO) allar götur síðan og sinnir fyrirtækið enn verkefnum fyrir Olíudreifingu ehf sem tekið hefur yfir allar olíubyrgðastöðvar sem áður tilheyrðu Olíufélaginu, síðar N1 og Olís.
Fyrstu verkefnin voru bygging olíugeymis fyrir Olíufélagið hf á Fáskrúðsfirði og lýsisgeymis fyrir fiskimjölsverksmiðjuna á Djúpavogi. Verkefnin gengu vel og strax ljóst að grunnurinn var lagður að farsælum rekstri vélsmiðju.
Bygging stálgeyma er og hefur verið ein helsta sérhæfing fyrirtækisins en auk þess fæst Teknís við ýmis önnur verkefni allt frá framleiðslu handriða upp í vegbrýr og önnur stærri mannvirki.
Fyrirtækið sameinaðist Teknís ehf fyritæki Jóns Þórs Sigurðssonar 2005 og er í dag 100% í eigu Jóns Þórs sonar stofnandans Sigurðar Jónssonar.

Við höfum okkar starfsstöðvar í eigin húsnæði við á Völlunum Einhellu 8, 221 Hafnarfjörður. Verkefnin eru fjölbreytt og leggur félagið áherslu á að þjóna sínum viðskiptavinum þannig að framtíðar samband myndist með beggja hag að leiðarljósi. Meðal verkefna sem félagið hefur tekið að sér á umliðnum árum má nefna byggingu yfir 100 stálgeyma frá 50m3 upp í 8200m3 að stærð fyrir olíufélög, hitaveitur og fiskimjölsverksmiðjur, Brú á Laxá í Mývatnssveit fyrir Vegagerðina, Göngubrú við Sóltún í Reykjavík fyrir Reykjavíkurborg og Vegagerðina, Gufuskiljur á Nesjavöllum fyrir Orkuveitu fallpípa Búðarhálsvirkjunnar í samvinnu við Íslenska aðalverktaka hf fyrir Landsvirkjun. Teknís hefur einnig átt farsælt samstarf við stærsta verktakafyrirtæki Danmerkur Per Aarsleff a/s um verkefni á Grænlandi. Árið 2012 lauk Teknís endurbótum á eldsneytiskerfum herstöðvar Danska hersins í herstöð Danska hersins í Daneborg á Grænlandi. Snemma árs 2014 bættist svo við endurnýjun eldsneytiskerfa í Station Nord á Grænlandi og lauk því í júlí 2018.

Okkar fólk

Starfsmenn eru verðmætasta auðlind hvers fyrirtækis. Hjá Teknís starfa mjög hæfir starfsmenn, hver á sínu sviði.

Lesa meira

Öryggi, heilsa og umhverfi

Starfsmenn Teknís vinna eftir umhverfis-, heilsu- og öryggiskerfi fyrirtækisins.

Lesa meira

Fáðu ráð hjá okkur eða tilboð í verkið!

565 7390

893 5548

teknis@tekn.is

Einhella 8, 221 Hafnarfjörður